Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 15:55:47 (450)

1996-10-17 15:55:47# 121. lþ. 10.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[15:55]

Kristín Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans við mínum fyrirspurnum. Ég vildi aðeins fylgja örlítið eftir fyrirspurn minni varðandi samninginn við fyrrverandi bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Útvegsbanka Íslands. Ég spurði um hve marga einstaklinga væri að ræða og svarið er að þeir séu 15 og að mánaðargreiðslur séu um 209 þús. kr. En ég spurði líka hvort einhverjir þessara einstaklinga gegndu störfum eftir sem áður, þetta væru ekki aðeins eftirlaunaþegar heldur fólk að störfum úti í þjóðfélaginu og hvort þeir fengju þá þessi laun alveg óháð því hvort þeir sinna störfum og þiggja laun fyrir þau annars staðar.