Tóbaksverð og vísitala

Fimmtudaginn 17. október 1996, kl. 17:43:21 (482)

1996-10-17 17:43:21# 121. lþ. 10.11 fundur 82. mál: #A tóbaksverð og vísitala# þál., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur

[17:43]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er afar furðulegur málflutningur. Ég er ekki að beygja mig í einu né neinu hér, alls ekki. Það sem ég var að segja er, og það eru staðreyndir málsins sem allir hafa tekið undir hérna, að hugsanlega verðum við að fara að samkeppnislögum, ef það er þannig að samkeppnislög útheimta að við verðum að hleypta inn nýjum tegundum á markaðinn. (SvG: Hver semur samkeppnislögin?) Það hefur hins vegar ekki komið í ljós og það ætlar heilbr.- og trn. sér að skoða. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson er formaður nefndarinnar og því er ég rasandi á þessum málflutningi.

Hins vegar hef ég líka bent á að ef það er svo að þessar reglur koma til framkvæmda, þá mundi ég vilja stuðla að því að setja meira í forvarnir af því að það er mín trú að ef nýjar tegundir koma inn, þá muni þær höfða til unglinga og unglingar auka sínar reykingar. Þá verðum við að standa okkar plikt og auka til forvarna líka.