Langtímaáætlun í vegamálum

Mánudaginn 28. október 1996, kl. 15:21:53 (507)

1996-10-28 15:21:53# 121. lþ. 11.2 fundur 48#B langtímaáætlun í vegamálum# (óundirbúin fsp.), KHG
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur

[15:21]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Ég harma svör hæstv. ráðherra. Mér finnst nauðsynlegt með hliðsjón af þeirri miklu áherslu sem lögð er á samgöngumál um landið bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni um þessar mundir að þeir sem fara með forustu fyrir þessum málaflokki kappkosti að leiða sjónarmið fram þannig að sem líklegast er að sameiginleg niðurstaða fáist. Svör hæstv. ráðherra eru því miður þannig að hann hefur ákveðið að velja aðra leið en þá að allir séu jafnsettir að upplýsingum og undirbúningi málsins. Enn fremur hafnar hann líka þeirri leið að freista þess að ná saman stjórnmálaflokkunum á bak við sameiginlega samgöngustefnu fyrir landið. Það tel ég miður, herra forseti, og vil því láta í ljós mikinn harm með þessa afstöðu ráðherrans.