Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 14:51:34 (580)

1996-10-29 14:51:34# 121. lþ. 12.97 fundur 62#B tilhögun þingfundar#, HG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[14:51]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég vil aðeins staðfesta það sem fram hefur komið hjá hæstv. forseta að sú er ósk okkar flutningsmanna 9. og 10. dagskrármáls að hæstv. iðnrh. verði viðstaddur umræðu um þau mál og átti ég von á því að ráðherrann hefði skipulagt daginn með tilliti til þess. Ég ítreka það um leið og ég staðfesti þetta þannig að það verður að fylgjast að, að hæstv. ráðherra verði viðstaddur og 9. og 10. mál séu tekin hér til umræðu.