Utandagskrárumræða um Landsvirkjun

Þriðjudaginn 29. október 1996, kl. 15:58:22 (601)

1996-10-29 15:58:22# 121. lþ. 12.98 fundur 63#B utandagskrárumræða um Landsvirkjun# (um fundarstjórn), SvG
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur

[15:58]

Svavar Gestsson:

Ég þakka forseta fyrir þessar upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir þingheim. Það stendur hvergi í þingsköpum að ráðherrann hafi þennan rétt heldur gæti það alveg eins verið málshefjandi eða einhver annar þingmaður. Það er mjög mikilvægt að halda því til haga að hálftíma umræðan getur farið fram án þess að ráðherra sé viðstaddur. Og þegar þingsköpunum var breytt á sínum tíma var lögð á það áhersla að í raun og veru þyrftu ráðherrar hvergi nærri umræðunni að koma. Það væri ákvörðun og frelsi hvers þingmanns að óska eftir umræðu og mér finnst mikilvægt að það sé á hreinu. Við erum ekki bundin af framkvæmdarvaldshafanum í þessu máli. Að þessu leytinu til þarf Alþingi ekki að vera framkvæmdarvaldsþing.