Jöfnun atkvæðisréttar

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 13:55:49 (616)

1996-10-30 13:55:49# 121. lþ. 14.1 fundur 58. mál: #A jöfnun atkvæðisréttar# fsp. (til munnl.) frá forsrh., ÁMM
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[13:55]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Menn geta haft hver sína skoðun á því hvernig málflutningur hv. málshefjanda var en það breytir ekki því að hér var hreyft mjög mikilvægu máli. Mér finnst hins vegar alltaf afar sérstakt þegar þingmenn Framsfl. hreyfa þessu máli í þingsölum og minni á að þegar þáv. hv. þm., Jóhannes Geir Sigurgeirsson, flutti tillögu um þetta efni á síðasta kjörtímabili stóð upp þáv. þingflokksformaður Framsfl og snupraði þingmanninn opinberlega og síðan vitum við öll hver örlög hv. þm. Jóhannesar Geirs urðu í kosningunum þar á eftir. Hins vegar fagna ég orðum hæstv. forsrh. sem hann flutti hér á undan því ég tel mjög mikilvægt að leyst verði úr málinu á þessu kjörtímabili og raunar alveg bráðnauðsynlegt og ég treysti því að forsrh. hafi forgöngu um það.