Endurskoðun laga um málefni aldraðra

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 15:17:24 (652)

1996-10-30 15:17:24# 121. lþ. 14.9 fundur 89. mál: #A endurskoðun laga um málefni aldraðra# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[15:17]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir ýmsar ráðleggingar. Hann spyr: Hverjir eru í þessari samstarfsnefnd um málefni aldraðra? Ég er ekki með nöfn þeirra sem þar eru að vinna en það er verið að draga saman allar athugasemdir sem fram hafa komið varðandi lögin sem tóku gildi í janúar 1990. Þegar við erum búin að fá allar þær athugasemdir, mun Félag eldri borgara fá það til umsagnar og gera sínar athugasemdir áður en við hefjum vinnuna við breytingar á lögunum. Þessi félagsskapur mun því að sjálfsögðu koma að þessum málum, enda hafa þeir ekki bara mest um þau að segja heldur mest vit á þessum málefnum.