Endurskoðun siglingalaga

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 16:06:11 (673)

1996-10-30 16:06:11# 121. lþ. 14.14 fundur 88. mál: #A endurskoðun siglingalaga# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[16:06]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Mér finnst ástæðulaust að vera með brýningar. Margar stéttir vinna störf sem eru hættuleg þó ég að sjálfsögðu taki fram að sjómenn eru þar í sérflokki. Það hvílir líka nokkur ábyrgð á þeim sem semja um kjör sjómanna, bæði á útgerðarmönnum og sjómönnum sjálfum. Og auðvitað er það svo um fleiri stéttir en sjómenn að þar geta orðið slys og spurningin er hversu langt löggjafinn eigi að ganga í því að tryggja einstökum stéttum ákveðin réttindi fram yfir það sem almennt er. Ég er þeirrar skoðunar að bæði skipshöfn og útgerðarmenn eigi sem mest að koma að þessum málum sjálfir og þeir kunna það betur en Alþingi sem er seint í svifum.

Þessi mál eru í athugun. Ég geri mér vonir um að formleg niðurstað geti legið fyrir á öndverðu næsta vori og mun leggja áherslu á að reyna að flýta svo störfum nefndarinnar að svo geti orðið eftir áramótin.