Símatorg

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 16:14:58 (678)

1996-10-30 16:14:58# 121. lþ. 14.15 fundur 95. mál: #A Símatorg# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[16:14]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Mér er töluverður vandi á höndum. Hv. þm. er með tvær fyrirspurnir á þskj. 97 og 98 sem koma inn á sama efnið og það önuglyndi sem hv. fyrirspyrjandi sýndi er auðvitað ástæðulaust því að svar við því sem kom fram í fyrirspurninni mun verða gefið þegar síðari fyrirspurnin er rædd. Það má kannski beina því til forseta þingsins, hvort ekki sé rétt ef fyrirspurnir eru jafnskyldar og á þessum tveimur þingskjölum að þær séu bornar fram í einu lagi eða fyrirspurnirnar a.m.k. ræddar sameiginlega.

(Forseti (GÁS): Vegna orða hæstv. samgrh., þá kom það til álita en þetta varð nú niðurstaða máls.)