Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 10:30:44 (682)

1996-10-31 10:30:44# 121. lþ. 15.1 fundur 56#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[10:30]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Um fyrirkomulag umræðunnar um skýrslu utanrrh. vill forseti taka fram að samkomulag er milli þingflokka að fylgt verði þeim reglum sem eru í 48. gr. þingskapa um umræður um skýrsluna, þó þannig að þeir þingmenn sem tala í annað sinn í umræðunni hafa átta mínútna ræðutíma. Ræðutími verður þá þannig að ráðherra hefur allt að 30 mínútur til framsögu og allt að 15 mínútur í síðara sinn. Þingmenn hafa allt að 15 mínútur í fyrra sinn og allt að átta mínútur í síðara sinn.