Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 16:50:43 (737)

1996-10-31 16:50:43# 121. lþ. 15.2 fundur 90. mál: #A aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum# (EES-reglur, vinnuvernd barna og ungmenna) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[16:50]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég mun halda mig við þá túlkun að heildstæður skóladagur brjóti ekki í bága við þessi lög. Mér væri það mjög sárnauðugt að beygja mig undir annað. Ég vil líka halda mig við þá túlkun að ungmenni geti stundað sjó. Ég held að það sé mikilvægt.

Kannski er rétt að nefna það hv. þm. til fróðleiks að Vinnueftirlit ríkisins kostar samkvæmt fjárlagafrv. 134,7 millj. fyrir árið 1997 svoleiðis að töluverðu er varið í eftirlitsþátt.