Staða jafnréttismála

Mánudaginn 04. nóvember 1996, kl. 15:09:55 (745)

1996-11-04 15:09:55# 121. lþ. 16.95 fundur 69#B staða jafnréttismála# (umræður utan dagskrár), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur

[15:09]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Eins og áður var tilkynnt hefst nú utandagskrárumræða um stöðu jafnréttismála. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa. Málshefjandi er hv. 14. þm. Reykv., Kristín Ástgeirsdóttir. Hæstv. félmrh. verður til andsvara.

Áður en umræðan hefst vill forseti tilkynna að samkomulag er um það milli forseta og formanna þingflokka að ræðutími málshefjanda og ráðherra verði tólf mínútur, talsmanna annarra flokka átta mínútur en annarra þingmanna og ráðherra allt að fimm mínútur. Málshefjandi og ráðherra hafa allt að fimm mínútna ræðutíma í lok umræðunnar.

Forseti mun reyna að skipta umræðutímanum sem jafnast milli þingflokka en leggur áherslu á að umræðan standi ekki lengur en í tvær klukkustundir eins og áður var um talað.