Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 05. nóvember 1996, kl. 13:34:22 (785)

1996-11-05 13:34:22# 121. lþ. 17.93 fundur 72#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[13:34]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Um þinghaldið í dag vill forseti taka eftirfarandi fram. Fyrst fara fram atkvæðagreiðslur um þrjú fyrstu dagskrármálin. Að þeim loknum mun hæstv. fjmrh. mæla fyrir 4.--6. dagskrármáli og ef tími vinnst til fram til kl. 3, þegar ráðherrann verður að fara af fundi, munu verða tekin fyrir 14. mál og þau sem aftar eru á dagskránni. Umræða um 7. dagskrármálið mun því hefjast um kl. 3 og síðan verður haldið áfram eftir dagskránni og við reynum að komast eins langt með hana og tök eru á.

Forseti vill taka sérstaklega fram að 17. málið á dagskrá verður tekið fyrir á eftir 11. dagskrármáli, þar sem það á ef til vill betur heima samkvæmt efni.