Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 11:59:13 (899)

1996-11-07 11:59:13# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[11:59]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hryggir mig að hv. þm. telji mig tala af vanþekkingu um þessi mál, en svo verður víst að vera. Ég held einmitt að þau mál séu til þess að læra af þeim og við getum ekki annað en lært af þeim. Til þess að læra af þeim þarf að meta og það þarf að horfast í augu við sannleikann og horfast í augu við það hvað hefur verið gert á vegum Byggðastofnunar á undanförnum árum og áratugum.

Ég skal hins vegar fagna því að stjórn Byggðastofnunar leggi sig nú eftir því að verða við óskum kvenna. Mér finnst að þeir eigi að gera enn betur og þeir eigi að gera það að sérstöku verkefni að virkja frumkvæði kvenna, fara út og finna þær, hjálpa þeim, koma þeim af stað í atvinnulífinu því að það margborgar sig.