Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:12:38 (932)

1996-11-07 14:12:38# 121. lþ. 20.1 fundur 65#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1995# (munnl. skýrsla), PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:12]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég trúi bara því sem stendur í ársskýrslu Byggðastofnunar. Þar stendur: Vestfjarðaaðstoð. Fiskvinnsla, Kambur hf. 50 millj. Hólmadrangur hf., ég held að það sé útgerðarfyrirtæki, 30 millj. Ósvör hf., það er útgerðarfyrirtæki líka eða fiskvinnslufyrirtæki, 91 millj. (StG: Þetta eru allt saman lán.) Það eru styrkir líka (StG: Nú!) því þessir aðilar fengu ekki lán á venjulegum markaði. Þeir gátu ekki fengið lán á fjármagnsmarkaðinum. Þessi fyrirtæki voru svo illa stæð að þau fengu ekki lán hjá bankakerfinu eða með öðrum hætti. Þetta eru styrkir enda er Byggðastofnun ætlað að veita svona lán, sem eru meira og minna styrkir, þannig að ég fer ekkert ofan af því að þetta eru styrkir. Og hvernig á maður sem er að berjast í einkarekstri á móti þessum ósköpum að keppa við fyrirtæki sem fær ómældar milljónir frá Byggðastofnun?