Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 14:47:22 (938)

1996-11-07 14:47:22# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[14:47]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er engin ástæða til að ætla annað en að þeim ákvæðum sem hér hefur verið gerð grein fyrir verði beitt með mikilli varúð. Markmið heilbrrh. er ekki annað í þeim efnum en að ná markvissari stjórn í þessum þáttum. En varðandi 19. gr. sérstaklega þá er það ekki rétt að í henni felist reglugerðarheimild til þess að sameina sjúkrahús af því tagi sem hv. þm. nefndi svo sem Sjúkrahús Reykjavíkur og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Greinin setur fyrirvara gagnvart þessum þáttum sérstaklega eins og kemur fram þegar greinin er lesin. Ég vildi aðeins upplýsa þetta þannig að það liggi fyrir.