Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 16:44:13 (958)

1996-11-07 16:44:13# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[16:44]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ekki er ég að leggja það til. Þegar talað er um að þessum kostnaði sé velt yfir á atvinnulífið er rétt að hafa það í huga að ríkissjóður er baktrygging fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð. Ef Atvinnuleysistryggingasjóður hefur ekki nóg fyrir þeim lögboðnu verkefnum sem hann á að sinna, ef atvinnuleysi yrði t.d. það mikið að fjármunir þeir sem merktir eru Atvinnuleysistryggingasjóði dygðu ekki til, þá mun ríkissjóður hlaupa undir bagga.