Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 16:47:01 (960)

1996-11-07 16:47:01# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[16:47]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég neita því alfarið að í þessu felist nokkur forakt á verkmenntun. Það er ekki verið að skera neitt niður. Til starfsmenntunar ganga sömu fjárhæðir og í fyrra og peningarnir eru ekkert verri þó þeir komi gegnum Atvinnuleysistryggingasjóð heldur en þó þeir komi beint úr ríkissjóði.