Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 16:47:36 (961)

1996-11-07 16:47:36# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[16:47]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Í samræmi við þetta er ég með tillögu. Hún er sú að Atvinnuleysistryggingasjóður borgi ráðherralaunin og ef Atvinnuleysistryggingasjóður lendir í vandræðum þá verði ríkissjóður látinn hlaupa undir bagga. Það eru væntanlega ekkert verri peningar eða hvað hæstv. ráðherra? Ráðherrann á að venja sig af útúrsnúningum af þessu tagi sem eru ekki einu sinni fyndnir.