Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 17:33:35 (970)

1996-11-07 17:33:35# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[17:33]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að endurtaka þá ósk mína að ég held að eðlilegt sé að umræðunni sé frestað þar til hæstv. forsrh. er kominn til umræðunnar. Ég fer eindregið fram á það, og ég tala a.m.k. fyrir hönd þingflokks míns og ég vona að aðrir geti tekið undir það, að óeðlilegt er að halda umræðunni áfram án þess að hæstv. forsrh. og aðalflutningsmaður málsins sé hér.

Ég segi fyrir mitt leyti að ég hefði ekki hafið ræðu mína áðan ef ég hefði vitað að hæstv. forsrh. var utan húss þannig að ég fer eindregið fram á það að hæstv. forseti taki fyrir einhver önnur mál á meðan því að það eru 17 mál á dagskrá, ef ég man rétt, þannig að við getum vel hinkrað og tekið annað mál fyrir á meðan verið er að leita að ráðherranum sem mér skilst að sé týndur.