Kosningar til Alþingis

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 19:17:03 (1000)

1996-11-07 19:17:03# 121. lþ. 20.5 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., ÓÞÞ
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[19:17]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hér er það sett fram að hægt sé að kjósa með því fá sendan kjörseðil í pósti og póstleggja hann til baka til þeirrar kjördeildar sem á að fá hann. Ég tel ef þetta er tekið upp verði menn skilyrðislaust að snúa aftur til þess gamla kerfis að kjörseðillinn og nafn mannsins sé fast saman á einu blaði og afhent þannig kjörstjórn. Ef það er ekki gert og það á að fara að senda þetta með pósti þannig að ekki sé í sama umslagi, annars vegar nafn mannsins þar sem hann gerir grein fyrir sér og hins vegar seðillinn laus, þá eru menn að opna möguleika fyrir svindl. Og þessi þjóð á ekki tvisvar að þurfa að taka upp slíkt svindlkerfi. Þessu vil ég koma á framfæri. Þetta er skilyrðislaust, af minni hendi, grundvöllur fyrir því að þetta sé hægt og þetta sé vitsmunalegt.