Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 22:19:29 (1018)

1996-11-07 22:19:29# 121. lþ. 20.16 fundur 26. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (endurbætur og viðhald á eigin húsnæði) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[22:19]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að frv. sem hér er til umræðu sé allrar athygli vert og ég hlustaði með athygli á rökstuðning hv. þm. sem ég get tekið undir. Það er vissulega leið að auðvelda mönnum endurbætur og viðhald með 10% skattendurgreiðslu. En á sama tíma og hv. þm. Tómas Ingi Olrich og flokksbróðir hans Sturla Böðvarsson flytja þetta frv., er dreift á borð okkar þingmanna frv. frá flokksbróður þeirra, hæstv. fjmrh., um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem kveður á um eftirfarandi, með leyfi forseta: ,,Í þessari grein er lagt til að endurgreiðslur vegna vinnu manna við endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis verði lækkaðar í 60%``. Ég vil spyrja hv. þm. hvort hann styðji þetta ákvæði frv. í frv. hæstv. fjmrh.