Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 22:20:36 (1019)

1996-11-07 22:20:36# 121. lþ. 20.16 fundur 26. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (endurbætur og viðhald á eigin húsnæði) frv., Flm. TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[22:20]

Flm. (Tómas Ingi Olrich) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að svara þessu. Þessi endurgreiðsla á virðisaukaskatti gildir reyndar fyrst og fremst um vinnu á vinnustað og er gölluð að því leyti til. Ég hygg að það sé betri aðferð að fara þá leið sem farin er í þessu frv., hún komi réttlátar fram gagnvart þeim sem eru að byggja á vinnustað en líka gagnvart þeim sem reka verkstæðisvinnu og njóta ekki að sama skapi þeirra endurgreiðslna sem rætt er um í stjfrv.