Útvarps- og sjónvarpssendingar

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 14:14:16 (1128)

1996-11-13 14:14:16# 121. lþ. 22.3 fundur 139. mál: #A útvarps- og sjónvarpssendingar# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[14:14]

Árni Steinar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég fagna því að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson skuli hreyfa þessu máli og vil benda á að ég vil setja þetta í samhengi við það mál sem við vorum að ræða í gær um aðbúnað á fiskiskipum. Þetta er mál sem varðar sjómenn og það eru allir sammála um að þarna er verulegra úrbóta þörf.

Ég tel að við þurfum ekki að fara í tæknilegar vangaveltur. Það eru menn sem eru fullfærir um það að velja auðveldustu leiðina. Þetta verður að sjálfsögðu kostnaður við að nýta auðlindina. Ástandið er ófullnægjandi eins og allir vita sem þekkja eða hafa stundað sjóinn umhverfis Ísland og þetta er meginmál.

Ég þakka hv. þm. fyrir að vekja máls á þessu. Ég legg áherslu á að það verði tekið föstum tökum, kannski í framhaldi af þeim tillögum að skoða aðbúnað á fiskiskipum og stöðu sjómanna í það heila tekið úti á hafinu.