Möguleikar ungmenna til framhaldsnáms

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 14:28:36 (1134)

1996-11-13 14:28:36# 121. lþ. 22.4 fundur 140. mál: #A möguleikar ungmenna til framhaldsnáms# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., RA
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[14:28]

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Hér er minnt á mjög athyglisvert mál. Það er alkunna að tekjur fólks í dreifbýli eru víða lægri en í þéttbýli og þar á ofan bætist að fólki er það veruleg byrði að senda börn sín í heimavistarskóla.

Ég tel að núverandi jöfnun námskostnaðar sé algerlega ónóg og þar þurfi að gera betur. Ég held að það væri mjög verðugt viðfangsefni fyrir hæstv. menntmrh. að láta kanna hversu margir hafa beinlínis hrökklast frá námi á undanförnum árum vegna fjárskorts. Ef sú könnun hefur enn ekki verið gerð, held ég að hana ætti að gera hið fyrsta vegna þess að ég veit um allt of mörg dæmi um það, t.d. úr mínu kjördæmi, að fólk hefur ekki treyst sér til að halda börnum sínum öllum í framhaldsskólum vegna féleysis. Þetta er mikið vandræðamál sem við verðum að taka föstum tökum.