Möguleikar ungmenna til framhaldsnáms

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 14:31:19 (1136)

1996-11-13 14:31:19# 121. lþ. 22.4 fundur 140. mál: #A möguleikar ungmenna til framhaldsnáms# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., MS
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[14:31]

Magnús Stefánsson:

Herra forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli. Þetta er mjög mikilvægt og skiptir máli fyrir marga á landsbyggðinni. Ég vil einnig þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans. En það er ljóst í mínum huga að mikið þarf að gera til að ná því sem við köllum jafnrétti eða jafna aðstöðu til náms á framhaldsskólastigi. Ég vil taka undir það sem hefur komið fram og gæti nefnt dæmi um að fólk hefur átt í erfiðleikum og nánast ekki getað sent sín börn til framhaldsnáms fjarri heimili. Hér er því hreyft mikilvægu máli og ég vil nota tækifærið og hvetja hæstv. menntmrh. til að koma af stað markvissum aðgerðum til að draga úr því aðstöðuleysi sem nú er, vil ég meina, fyrir landsbyggðarfólk eða unglinga á landsbyggðinni til að stunda nám í framhaldsskólum vegna þess að hér er, eins og ég sagði, aðstöðumunurinn mikill. Það fylgir þessu mikill kostnaður víða og fjölskyldurnar geta hreinlega ekki borið það oft og tíðum.

Ég vildi, herra forseti, ítreka þakkir til fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu mikilvæga máli.