Möguleikar ungmenna til framhaldsnáms

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 14:33:59 (1138)

1996-11-13 14:33:59# 121. lþ. 22.4 fundur 140. mál: #A möguleikar ungmenna til framhaldsnáms# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi ÓI
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur

[14:33]

Fyrirspyrjandi (Ólafía Ingólfsdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svörin og hv. þm. fyrir umræðuna. Það kemur í ljós í umræðum að þessi mál brenna mjög á fólki úti á landsbyggðinni og ég fagna því að menntmrh. ætlar að gera könnun á því hvers vegna brottfall er svo mikið í framhaldsskólum sem raun ber vitni. Það kæmi mér ekki á óvart að út úr þeirri könnun kæmi að aðalástæðan er að fólk hefur ekki efni á að senda börnin í framhaldsskóla, ég tala ekki um ef þau eru orðin tvö, þrjú eða fleiri.

Dreifbýlisstyrkurinn hefur ekki hækkað hin síðari ár. Núna á fjárlögum er reyndar hækkun um 15 millj. og mér sýnist að það gæti verið kannski hækkun um 5--6 þús. hækkun á hvern nemanda sem segir ekki mikið en er þó spor í rétta átt.

Mér sýnist af umræðunum að nauðsynlegt sé að með skoða þessi mál sérstaklega svo að ungt fólk á Íslandi, hvar sem það er búsett, hafi jafnan rétt til náms óháð efnahag.