Fjarskipti

Miðvikudaginn 13. nóvember 1996, kl. 15:58:43 (1157)

1996-11-13 15:58:43# 121. lþ. 23.14 fundur 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv., samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur

[15:58]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Mér er mjög ljúft að svara hv. þm. að það stendur ekki til að skerða rétt elli- og örorkulífeyrisþega til að fá hluta af talsímanum ókeypis. Ég verð að segja að ég er glaður yfir því að í hinum mikla þingflokki jafnaðarmanna og Þjóðvaka skuli þó ekki vera fleiri flokkar því þá mundu fleiri þingmenn standa upp til að spyrja mig þessarar sömu spurningar. En ég get nú kannski svarað spurningunni í þriðja skipti hvort sem er. Við gerum ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrisþegar verði áfram studdir til að hafa síma.