Afnám skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu

Fimmtudaginn 14. nóvember 1996, kl. 18:32:00 (1249)

1996-11-14 18:32:00# 121. lþ. 24.15 fundur 127. mál: #A afnám skylduáskriftar að Ríkisútvarpinu# þál., ÞSveinb (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur

[18:32]

Þórunn Sveinbjarnardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það gleður mig að hv. þm. lýsir því yfir að skoðun hans sé sú að ekki eigi að leggja niður ríkisútvarpsrekstur á Íslandi. En í upphafi skyldi endinn skoða. Með því að afnema skylduáskrift að Ríkisútvarpinu værum við í raun að stefna þeirri stofnun og grundvelli þess starfs sem þar fer fram í voða. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni. Það má hins vegar ræða það rekstrarform ítarlegar undir öðrum kringumstæðum en kannski hér og nú. Mér finnst kjarni málsins einfaldlega vera sá að ef við ætlum að halda úti ríkisútvarpi, samkvæmt þeim lögum sem í gildi eru í landinu, verði að vera skylduáskrift að þeim miðli.