Nektardansstaðir

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 15:10:40 (1314)

1996-11-18 15:10:40# 121. lþ. 26.1 fundur 91#B nektardansstaðir# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:10]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Spurning hv. þm. lýtur að því hvort eðlilegt sé að veita leyfi til þeirrar starfsemi sem hann gerði að umtalsefni. Svarið ræðst af því hvort starfsemin telst brjóta í bága við ákvæði hegningarlaga. Það er lögreglunnar að fjalla um þau mál. Ég get ekki svarað því að öðru leyti en því sem ég hef séð í fréttum að mér hefur skilist að málið sé til meðferðar þar á bæ og það er síðan mat ákæruvaldsins hvort þessi starfsemi telst brjóta í bága við hegningarlögin.