Nektardansstaðir

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 15:11:40 (1315)

1996-11-18 15:11:40# 121. lþ. 26.1 fundur 91#B nektardansstaðir# (óundirbúin fsp.), HG
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:11]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég hefði nú vænst skýrari svara frá hæstv. ráðherra. Að ráðherrann hefði myndað sér skoðun á því hvort það teljist brjóta gegn landslögum að einstaklingar selji líkama sinn með þeim hætti sem hér er um að ræða til skemmtunar og tekjuöflunar og stundi þar með það sem á íslensku máli hlýtur að falla undir klám. En ekki eins og reynt er að halda fram, af þeim sem standa fyrir starfseminni, að hér sé um listdans að ræða, erótískan dans eins og það er kallað. Í 209. gr. almennra hegningarlaga segir, með leyfi hæstv. forseta: ,,Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum en varðhaldi eða sektum ef brot er smávægilegt.`` (Forseti hringir.) Ég held að ráðuneyti dómsmála þyrfti að hafa frumkvæði í því að taka þessi mál föstum tökum.