Nektardansstaðir

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 15:13:06 (1316)

1996-11-18 15:13:06# 121. lþ. 26.1 fundur 91#B nektardansstaðir# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[15:13]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég verð að játa það fúslega að ég hef ekki haft aðstöðu til að kynna mér þessi mál á þann veg að ég geti lagt sjálfstætt mat á hvers konar starfsemi þarna fer fram né heldur hvort um er að ræða listræna viðburði. En aðalatriðið er þó hitt að ekki skiptir öllu máli, efnislega séð, vegna þess að það er ákæruvaldsins að taka um það ákvörðun hvort starfsemi eins og þessi brýtur í bága við hegningarlögin. Og síðan er það ákæruvaldsins, á grundvelli þess mats, að taka ákvarðanir um framhald málsins í ljósi og á grundvelli þeirra laga sem um ákæruvaldið gilda, og ég veit að hv. þm. þekkir, að byggja á sjálfstæði þess embættis í stjórnsýslukerfinu.