Stytting vinnutíma án lækkunar launa

Mánudaginn 18. nóvember 1996, kl. 16:11:02 (1337)

1996-11-18 16:11:02# 121. lþ. 26.13 fundur 4. mál: #A stytting vinnutíma án lækkunar launa# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur

[16:11]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það ber nú kannski ekki svo mjög mikið á milli. Við erum báðir á því að aðilar vinnumarkaðarins eigi að koma sér saman um hlutina. Ég vil taka það fram að þrátt fyrir að mjög mikill fjöldi Íslendinga vinnur lengri vinnuviku en 48 stundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili þá hygg ég nú að það væri fjölskylduvænna ef hægt væri að koma þessu eitthvað neðar en í 48 stundir því að það er talsverð vinnuvika samt.