Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 19. nóvember 1996, kl. 17:07:51 (1396)

1996-11-19 17:07:51# 121. lþ. 27.7 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[17:07]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi eru þeir unglingar á aldrinum 16--18 ára sem þiggja atvinnuleysisbætur til allrar hamingju mjög fáir.

Í öðru lagi eru fjölskyldutekjur á Íslandi mjög svipaðar og í Norður-Evrópu, nokkurn veginn þær sömu. Þannig að það eru alveg sambærileg lífskjör hér miðað við Evrópu og Vestur-Evrópu í heild.

Í þriðja lagi er það svo að með þessum tveimur frv. er einmitt verið, og það verður að líta á það sem heild, að reyna að einbeita sér að því að finna vinnu fyrir þá sem verða fyrir þeirri ógæfu að missa vinnu. Finna vinnu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeir geti aftur snúið sér inn á vinnumarkaðinn, það er mergurinn málsins.