Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 19. nóvember 1996, kl. 18:28:10 (1410)

1996-11-19 18:28:10# 121. lþ. 27.7 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[18:28]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. (Gripið fram í.) Já, hæstv. ráðherra hefur þegar talað talsvert og má gjarnan tala miklu meira mín vegna. En það er eitt atriði sem ekki hefur verið rætt og ég ætla aðeins að drepa á í andsvari. Það er breytingin á stjórn sjóðsins. Ég sé engin rök fyrir þessari breytingu á stjórn sjóðsins --- að vera að fjölga fulltrúum atvinnurekenda, sýnist mér úr einum í þrjá, en setja í staðinn út þá sem kosnir hafa verið af Alþingi. Það virðist vera stefna, sérstaklega ráðherra Framsfl., að Alþingi megi aldrei kjósa menn í ráð eða nefndir og þar með hverfur eftirlitshlutverk Alþingis út úr myndinni þó um sé að ræða stofnanir og fyrirtæki sem telja milljarða og aftur milljarða króna. Og ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort þetta sé eitt af meginatriðunum, að hans mati, í þessu frv. að þarna fara út fulltrúar sem kosnir eru af Alþingi.

Í öðru lagi vil ég nota þetta andsvar til að biðja hann um að rökstyðja fyrir mér nauðsyn þess að lækka atvinnuleysisbætur um 6,5%.