Landmælingar og kortagerð

Þriðjudaginn 19. nóvember 1996, kl. 19:24:10 (1420)

1996-11-19 19:24:10# 121. lþ. 27.11 fundur 159. mál: #A landmælingar og kortagerð# (heildarlög) frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur

[19:24]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég lýsi því yfir að ég mun taka þátt á mjög jákvæðan hátt í vinnu við þetta frv. eins og ég reyndar hafði sagt áður. Það nýmæli að skipa stjórn yfir stofnuninni er mjög eðlilegt. Þetta er stofnun sem er með um 124 millj. í rekstrarkostnað á ári og það er ekkert óeðlilegt að stjórn sé sett yfir svo stórt fyrirtæki.

En vegna orða hæstv. umhvrh. um fámenni, er rétt að vekja athygli á því að utan forseta er aðeins einn þingmaður frá hv. stjórnarliði í salnum og við umræðuna. Það er kannski ástæða til þess að geta þess að hér eru aðeins stjórnarandstæðingar, hæstv. forseti og hv. þm. Guðmundur Hallvarðsson og nú birtist aldeilis óvænt hæstv. samgrh. (Gripið fram í: Þá getur þú hætt.)