Jafnréttisfræðsla í grunn- og framhaldsskólum

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 15:20:05 (1473)

1996-11-20 15:20:05# 121. lþ. 29.5 fundur 153. mál: #A jafnréttisfræðsla í grunn- og framhaldsskólum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur

[15:20]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Verði jafnréttisfræðsla hluti af aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla þá er fræðsla í þessum málum hluti af þeirri starfsskyldu sem menn sinna sem starfa í skólunum, það er alveg ljóst, og það er mín ætlan. Ég tel að það sé til frambúðar skynsamlegasta leiðin í þessu máli að jafnréttisfræðslan fái verðugan sess í aðalnámskránni, bæði fyrir grunn- og framhaldsskólastigið, þannig er best að þessum málefnum verði sinnt í skólunum.