Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:25:07 (1539)

1996-11-21 15:25:07# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:25]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Málið snýst nákvæmlega um þetta. Við höfum verið að ræða fram og til baka um að verið sé að rýra stöðu vinnumiðlana og stöðu hins atvinnulausa með því að sveitarfélögin hætti að vera með vinnumiðlun. Nú er það ljóst að það verða kannski ein til tvær í stórum kjördæmum og þrátt fyrir að sveitarfélögin eigi fulltrúa í svæðisráði þá snýst þetta um það að markmið laganna segir að það á að búa til einstaklingsáætlun fyrir hvern og einn, það á að skoða hans aðstæður, það á að leiðbeina honum í nám o.s.frv. Hvernig í ósköpunum á þetta að gerast? Ég veit að til er tækni. Á þetta gerast í gegnum síma og fax? Þetta er veikleiki frv., virðulegi forseti.