Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:31:50 (1543)

1996-11-21 15:31:50# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:31]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það getur verið spursmál hve víða eigi að senda frv. meðan þau eru ekki fullgerð. Það er hin þinglega venja að viðkomandi fagnefndir sjái um það að afla umsagna.

Á síðustu áratugum hefur hvorki meira né minna en þriðjungur þjóðarinnar flutt á höfuðborgarsvæðið utan af landi þannig að þjóðin hefur verið á faraldsfæti. Enda þótt ekkert sé í þessu frv. sem fyrirskipar að flytja fólk héðan og út á land finnst mér það engin goðgá því það er ekkert lengra frá Reykjavík út á land en utan af landi til Reykjavíkur.