Vinnumarkaðsaðgerðir

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:41:29 (1551)

1996-11-21 15:41:29# 121. lþ. 30.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:41]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það vantar fólk á Vestfjörðum. Í félmrn. hafa verið gefin út atvinnuleyfi svo hundruðum skiptir til erlendra verkamenna til að starfa á Vestfjörðum. Ég sæi fyrir mér fleiri íslenska verkamenn fara þangað til starfa. Varðandi verkefnaskipti á milli ríkis og sveitarfélaga höfum við ákveðið að stefna að því í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga að sveitarfélögin yfirtaki húsaleigubæturnar alfarið eftir rúmt ár. Það verður hins vegar að breyta lögunum um húsaleigubætur áður og vinna er að hefjast við það og þar þarf að fara fram fjárhagslegt uppgjör. Það eru líka áform uppi um það að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna. Þetta kemur inn í þann verkaskiptapakka.