Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 15:43:08 (1552)

1996-11-21 15:43:08# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[15:43]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Fyrir liggur eftirfarandi bréf frá Svavari Gestssyni, formanni Alþb. og óháðra:

,,Með vísan til 3. mgr. 55. gr. laga um þingsköp Alþingis leyfi ég mér að óska eftir því fyrir hönd þingflokks Alþb. og óháðra að umræðutími við 1. umr. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkun með síðari breytingum, verði tvöfaldaðar vegna mikilvægis málsins.``

Við þessu er orðið sem þýðir að hæstv. ráðherra hefur 60 mínútur til umráða í 1. umferð. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa 40 mínútur í fyrri umferð og 20 mínútur í þeirri síðari.