Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 16:41:36 (1557)

1996-11-21 16:41:36# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[16:41]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. um það að stjórnarspursmálin í sambandi við þetta frv. eru aukaatriði, enda hef ég aldrei einu orði tjáð mig um það mál en mun hins vegar gera grein fyrir þeim sjónarmiðum á eftir.

Aðalgallinn við málið finnst mér vera sá, eins og það er sett upp, að þar er lögð höfuðáhersla á að eignaraðilar, eins og þeir eru kallaðir, fái útborgaðan arð. Það sem ég óttast er að það komi niður á hinum almennu orkunotendum í landinu og skapi þar með ófrið um Landsvirkjun. Það er það sem ég hef áhyggjur af, hæstv. forseti.