Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 18:43:37 (1585)

1996-11-21 18:43:37# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[18:43]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Já, ég ætla að vona að við getum einhvern tíma orðið sammála, ég og hæstv. iðnrh. Og séum við sammála, þá spyr ég: Hvað dvelur hann að ætla að bíða fram yfir aldamótin að afnema þennan einkarétt? Af hverju er ekki hægt að gera það á morgun eins og ég hef lagt til? Hvað dvelur hann? Hví á að bíða með það? Ég veit að það tekur langan tíma. Ég veit að það verður mjög erfitt. Það tekur langan tíma. Ég spyr: Af hverju ætti að draga það til ársins 2004? Til hvers ætlum við að draga það? Til þess að halda þessu áfram þangað til? Ég kem því ekki heim og saman og þess vegna tortryggi ég frv. Þess vegna finnst mér þetta frv. ganga þvert á þá stefnu sem ég vissi best að væri stefna ríkisstjórnarinnar.