Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 21:53:04 (1602)

1996-11-21 21:53:04# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[21:53]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að í þessu sambandi séu engar deilur milli mín og hv. þm. Við vorum að vitna í sitt hvort bréfið. Við umræðuna hef ég lagt áherslu á að þegar þetta nefndarstarf var sett af stað var fyrirmyndin fengin frá árinu 1983 og við hana var stuðst.

Þegar ég vitnaði í deilur þáv. iðnrh. við Sjálfstfl. var ég aðeins að undirstrika með því að núna eru engar deilur milli eignaraðila Landsvirkjunar um með hvaða hætti þessum málum skuli skipað. Í raun og veru hafa einu deilurnar við umræðuna verið við einn hv. þm. sem svo vill til að er líka í stjórn Landsvirkjunar. Hvaða ástæður liggja þar að baki veit ég ekki.