Stefnumörkun í heilbrigðismálum

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 19:11:02 (1683)

1996-12-02 19:11:02# 121. lþ. 32.4 fundur 114. mál: #A stefnumörkun í heilbrigðismálum# þál., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[19:11]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Málefni fatlaðra eru ekki á verksviði heilbrrh. heldur hæstv. félmrh. en það breytir því ekki að mikilvægt er að uppfylla lagaramma og komum við þá aftur að því að við eigum ekki að setja okkur þannig lög að við stöndum ekki við þau. Það er unnið að því og í öllum meginatriðum er lögum um málefni geðfatlaðra fullnægt. En á því eru hnökrar sem þeir sem um þessi mál fjalla hafa bent mér sérstaklega á. Það er einmitt þessi nefnd sem mun taka saman þá hnökra sem á málaflokknum eru og við munum reyna að hnýta þá enda saman sem lausir eru og samhæfa betur en gert er nú. Ég bind miklar vonir við þessa nefnd og það gera þeir sem vinna að þessum málum.