Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Þriðjudaginn 03. desember 1996, kl. 16:09:10 (1733)

1996-12-03 16:09:10# 121. lþ. 33.4 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[16:09]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. segir að það séu sveitarfélögin og aðrir launagreiðendur sem greiða þessa gífurlegu skuldbindingu. Ég vil minna hann á það að tekjur sveitarfélaganna eru að mestu leyti skattur á borgara landsins og tekjur ríkissjóðs sömuleiðis. Og það eru skattar á hinn almenna skattgreiðanda, þ.e. 80% landsmanna sem ekki eru opinberir starfsmenn. Þeir munu borga þetta.