Móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 14:18:58 (1794)

1996-12-04 14:18:58# 121. lþ. 34.5 fundur 169. mál: #A móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[14:18]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég hef undanfarin ár talsvert kynnst málefnum Ríkisútvarpsins og iðulega gert athugasemdir við hlustunarskilyrðin. Það er nú svo komið að ég tek mér aldrei í munn orðasambandið eða heitið ,,útvarp allra landsmanna``, því miður, í mesta lagi ,,útvarp flestra landsmanna``.

Eins og þeim hv. þm. Vesturlands hugsa um sitt kjördæmi eru mér efstir í huga norðlenskir dalir og norðlensk nes sem hafa slæm eða engin skilyrði til hlustunar eða áhorfs jafnvel líka og því vil ég segja: Út með textavarpið og allar nýjungar þangað til Ríkisútvarpið verður útvarp allra landsmanna.