Móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 14:19:52 (1795)

1996-12-04 14:19:52# 121. lþ. 34.5 fundur 169. mál: #A móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., StB
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[14:19]

Sturla Böðvarsson:

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir það svar sem hér kom fram en auðvitað vekur það ekki miklar vonir um skjótar úrbætur sem eru nauðsynlegar. Það hlýtur að vera okkur þingmönnum nokkurt umhugsunarefni að stjórnendur Ríkisútvarpsins skuli ekki leggja meiri áherslu á það að sú kostnaðarsama dagskrárgerð sem Ríkisútvarpið stendur fyrir nái til allra landsmanna. Svo virðist sem meiri áhersla sé lögð á dagskrárgerð en að tryggja það að hún komist til hlustenda og þeirra sem horfa á sjónvarp.

Í mörg ár hefur sú fyrirspurn sem hér er til umræðu verið borin upp án þess að viðbrögð hafi orðið í verki hjá Ríkisútvarpinu og það er mikið umhugsunarefni á sama tíma og við þekkjum það að geta náð mun betur útsendingum t.d. Bylgjunnar á Vesturlandi. Þetta er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnendur Ríkisútvarpsins.