Móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 14:21:07 (1796)

1996-12-04 14:21:07# 121. lþ. 34.5 fundur 169. mál: #A móttöku- og hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins á Vesturlandi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi MS
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[14:21]

Fyrirspyrjandi (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. menntmrh. fyrir svör hans. Einnig vil ég þakka öðrum hv. þm. fyrir þátt þeirra í þessari umræðu. Svar hæstv. menntmrh. staðfestir það sem ég talaði um í framsögu minni og staðfestir það sem íbúar víða á Vesturlandi hafa sagt m.a. við okkur þingmenn kjördæmisins. Svarið sýnir líka hve slæmt ástand er á dreifikerfi Ríkisútvarpsins.

Ég vil nota tækifærið og hvetja hæstv. menntmrh. til að beita sér fyrir því af fullri hörku að gerðar verði úrbætur í þessum málum því að það hlýtur að vera eðlileg krafa íbúanna að þeir geti notið útsendinga útvarps og sjónvarps á við aðra landsmenn svo ég tali ekki um öryggisþáttinn í þessu máli. Ég þekki það af eigin raun frá Grundarfirði að það hefur komið sér mjög illa við slæmar aðstæður þegar sendingar Ríkisútvarpsins detta út og fólk verður sambandslaust við umheiminn við slæmar aðstæður. Ég vil hvetja hæstv. menntmrh. til að beita sér fyrir því að úrbætur verði gerðar hið allra fyrsta í þessum málum.