Virðisaukaskattur

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 19:38:54 (1825)

1996-12-04 19:38:54# 121. lþ. 35.4 fundur 144. mál: #A virðisaukaskattur# (málsmeðferðarreglur o.fl.) frv., Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[19:38]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti og breytingartillögum frá meiri hluta efh.- og viðskn. við frv. til laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

Brtt. sem meiri hluti efh.- og viðskn. leggur til er í tveimur liðum. Fyrri liðurinn er við 4. gr. frv., 26. gr. laganna. Þar er verið að gera tilraun til breytingar til samræmingar við lögin eins og þau eru í dag, en dregin er til baka tillaga sem var lögð til í frv. eins og það var upphaflega lagt fram. Síðan er lagt til að 3. málsl. 5. mgr. falli niður. Þarna er fyrst og fremst um að ræða atriði sem varða kærufresti.

Í öðru lagi er lögð til tillaga til breytinga á 7. gr. frv. sem fjallar líka um kærufresti og kæruleiðir. Fyrir þessu er gerð grein á þskj. 234 í nefndaráliti meiri hluta efh.- og viðskn.